Viking Discs sett + taska

7.990 kr.

Á lager

Vörunúmer: VKDCELL Flokkur:

Lýsing

Frisbígolfsettið frá Viking Discs er tilvalið fyrir byrjendur til þess að kynnast frisbígolfi og lengra komna að kynna sér Viking Discs.

Settið inniheldur þrjá diska í Ground plasti ásamt Axiom Cell tösku sem er frábær taska fyrir byrjendur og þá sem vantar fyrirferðalitla tösku sem rúmar það helsta.

Settið inniheldur eftirfarandi diska:

Rune – Pútter: 2 | 4 | 0 | 0

Rune er með nettann prófíl og gefur einstaka tilfinningu í hendi. Rune er pútter sem þú getur treyst að haldi fluglínu sinni lengi sama hvernig honum er kastað. Rune er bæði frábær í púttin, nógu stabíll til að berjast á móti vindinum og áræðanlegur fyrir köst af teig.

Axe – Midrange: 4 | 3 | 0 | 1

Axe er midrange sem hefur svipaða fluglínu og margir pútterar en er þó með meiri hraða og svif sem skilar lengra kasti. Axe er stabíll með beint flug og smá beygju í lok flugs, með lágan prófíl og örlítilli hvelfingu færir hann þér einstakt grip. Axe sker framúr í miðlungslöngum köstum af teig þar sem nákvæmni er krafist.

Ragnarok – Distance Driver: 11 | 5 | -1 | 2

Ragnarok er fjölhæfur diskur sem hefur verið hannaður fyrir löng köst af teig með nettri S-kúrvu og áræðanlegri beygju. Diskurinn hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum, með þægilegri þykkt á brún flugplötunar sem gefur þér þægilegt grip.

Axiom Cell er frábær taska fyrir byrjendur og þá sem vantar fyrirferðalitla tösku sem rúmar það helsta. Cell rúmar 6 til 10 diska í aðalhólfi og tvo púttera í vasa að framan. Renndur vasi fyrir lausamuni er innan í tösku og utan á henni er vasi fyrir drykkjarfang. Taskan er úr góðu efni sem er varið fyrir núningi og er vatnsþolið.

 

 

logo