Streamline Cosmic pakki

8.690 kr.

Aðeins 1 eftir á lager

Flokkur:

Lýsing

Pakkinn afhendist sem stakir diskar og er hann settur saman af Folfdiskum, sérstaklega með byrjendur í huga. Litir diska eru breytilegir. Frábær byrjendapakki til að kynnast frisbígolfi.

Innihald pakkans er:

Cosmic Electron Pilot: Pilot er einn vinsælasti pútterinn frá MVP og ekki af ástæðulausu! Pilot flýgur þráð beint og hentar bæði fyrir áreiðanleg köst af teig sem og hnitmiðuðum púttum. Electron plastið er þekkt fyrir að vera með einstakt grip, góða endingu og áreiðanlega flugeiginleika með notkun.

Cosmic Neutron Runway: Runway er gríðarlega öflugur og hnitmiðaður midrange sem tekst á við vind eins og ekkert sé. Neutron plastið er einstaklega sterkt sem tryggir afbragðs endingu disksins og hefur passlega mikið grip.

Cosmic Neutron Drift: Drift er sérstaklega hannaður til þess að fljúga beint eins og leiser, hafa fyrirsjáanlega beygju í lok flugs og mikið svif til þess að tryggja átakalausa lengd í köstum. Neutron plastið er einstaklega sterkt sem tryggir afbragðs endingu disksins og hefur passlega mikið grip.

Cosmic diskarnir eru með fjölbreyttum lita tilbrigðum og við erum nokkuð vissir um að enginn diskur er eins!