GRIP EQ BX2

44.990 kr.

Hreinsa
Vörunúmer: Á ekki við Flokkur:

Lýsing

GRIP töskur eru uppseldar einsog stendur, sentu okkur línu á folfdiskar@folfdiskar.is til að fara á biðlista og fá uppfærslu á því hvenær næsta sending af GRIP kemur.

Töskurnar frá Grip EQ eru virkilega flottar og vandaðar frisbígolftöskur og eru fyrsta val hjá mörgum ef ekki flestum atvinnumönnum í frisbígolfi og þeim sem vilja ekkert nema það allra besta.

BX2 serían er litli bróðir AX4 seríunnar og rúmar í heildina 20 diska, 18 diska í aðalhólfinu og 2 diska í topp hólfi þar sem hægt er að stilla hæð diskanna. Fjögur geymsluhólf er að finna á töskunni, tveir stórir stækkanlegir vasar á hliðunum, stór vasi fyrir verðmæti og einn mjóbaks vasi aftan á töskunni. Hægt er að geyma þrífótsstól eða regnhlíf í sérgerðum vasa á hlið töskunnar og eru tveir einangraðir vasar fyrir drykkjarföng.

Grip EQ BX2 bakpokinn er gerður úr tvöföldu lagi af 1000//420 Denier efni og þétt EVA bólstrun tryggir aukin þægindi fyrir bak og axlir. Taskan veitir frábæra vörn gegn veltingi og helst upprétt þegar það er komið að því að kasta eða velja sér disk.

Hér má sjá frekari umfjöllun um töskuna frá framleiðanda:

 

Samantekt:

 • Rúmar 18 diska í aðalhólfi.
 • Rúmar 2 diska í Quick Pull hólfi þar sem hægt er að stilla hæð diskana fyrir aukin þægindi.
 • Taskan helst alltaf upprétt þegar hún er lögð niður.
 • Þétt og mikil EVA bólsturn fyrir aukin þægindi á öxlum og baki.
 • Tvöfalt lag af 1000//420 Denier efni.
 • Stórir stækkanlegir hliðarvasar.
 • Sér vasi fyrir regnhlíf eða þrífótsstól.
 • Stórt hólf fyrir verðmæti.
 • Stórir einangraðir vasar fyrir drykkjarföng.
 • Hágæða rennilásar.
 • Mjóbaksvasi.
 • Mælingar 48,26cm x 40,64cm x 22,86cm
 • Þyngd 1,81kg

Frekari upplýsingar

Litur

Svört, Sand, Grá

logo