Disc Dice – Frisbígolf leikur

3.490 kr.

Á lager

Flokkur:

Lýsing

Disc Dice er einföld og skemmtileg viðbót við frisbígolfið sem kemur skemmtilega á óvart!

Í grófum dráttum snýst leikurinn um að kasta tveimur teningum sem segja til um hvernig leikmenn eiga að kasta frá teig. Einn teningur segir til um hvaða tegund af disk á að kasta og hinn hvaða kaststíl á að nota. Leikurinn reynir á leikni að aðlaga mismunandi tegundir kaststíla að umhverfi brautar og valdi á mismunandi tegundum af diskum.

Leiðbeiningar:

 1. Disk er snúið á hvolf og teningum er kastað á diskinn. Teningarnir segja til um tegund disks og kaststíls sem skal nota frá teig. Dæmi um mögulegar samsetningar á kaststíl og tegund disks eru driver og undirhandarkast, pútter og forhandarkast.
 2. Ef upp kemur wild (DD merkið) á tening þá má sá sem kastaði velja eftir sýnu eigin höfði. Dæmi: Ef wild kemur upp á diska teningnum þá má sá sem kastaði velja hvaða tegund af disk hollið kastar.
 3. Teningarnir eiga við um allt hollið og leikmenn skipta á milli sín að kasta teningunum á milli brauta.
 4. Leikmenn mega nota þann disk eða kaststíl sem þeir kjósa eftir upphafskast frá teig.

Hægt er þó að breyta reglum leiksins eftir eigin höfði og gera leikinn þeim mun skemmtilegri!

Tilögur að breytingum á reglum: 

 • Aðeins sá leikmaður sem á teiginn kastar eftir teningunum.
 • Aðeins sá leikmaður sem er með besta skorið kastar eftir teningunum.
 • Sá sem er aftastur í röðinni á teignum kastar teningnum og allir fylgja teningunum.
 • Aðeins kasta teningunum einu sinni í byrjun leiks og gildir sú útkoma fyrir öll köst af teig.
 • Leyfa leikmönnum að krefjast endurkasts á teningunum fyrir +1 skor.

​Tillögur fyrir wild:

 • Diska teningur:
  • Velja þá diska tegund sem er á teningnum.
  • Kasta disk í ákveðnum lit.
  • Kasta disk úr eigin tösku sem mótherji velur.
  • Kasta nýjasta/elsta disknum í töskunni.
  • Kasta disk frá Kastaplast eða MVP…..
 • Kasts teningur:
  • Velja þá kast tegund sem er á teningnum.
  • Velja línu sem aðrir leikmenn þurfa að fylgja t.d. kasta hægra megin við ákveðið tré og svo framvegis.
  • Snúa sér í X marga hringi áður en það er kastað.
  • Kasta thumber eða tomahawk.
  • Kasta með lokuð augu.

Þessir listar eru alls ekki tæmandi og reynir því á sköpunargáfu til þess að búa til skemmtilegar útfærslur!

Teningarnir afhendast í fallegum poka ásamt leiðbeiningum.

logo