DISKAR

Pútter

Pútterar eru fyrst og fremst hannaðir til þess að koma disknum ofan í körfuna á stuttu færi en einnig eru þeir frábærir fyrir köst af teig þar sem þeir halda fluglínu sinni afar vel. Það sem einkennir pútter er djúp og þunn brún sem veitir þægilegt grip.

Midrange

Midrange diskar er fjölhæfasta tegund diska sem henta fyrir margar mismunandi tegundir kasta. Midrange diskar hafa ekki jafn breiða brún og driverar og veita því traust og gott grip í kasti. Midrange diskar eru tilvaldir fyrir byrjendur og henta einna best fyrir þá sem eru aðeins að leitast eftir að spila með einum disk.

Fairway Driver

Fairway driverar veita þægilegt grip og eru auðveldari í stjórn en distance driverar. Diskar í þessum flokki henta vel fyrir þröngar fluglínur þar sem treysta þarf á að diskurinn haldi sinni línu alla leið. Ekki er óalgengt að fairway driverar fari jafn langt og distance driverar hjá byrjendum en það má rekja til þess að distance driverar krefjast mun meiri snerpu.

Distance Driver

Distance driverar eru háhraða diskar með straumlínulaga hönnun og krefjast mikillar snerpu en gefa möguleika á lengri köstum. Það sem einkennir distance drivera er þykk brún og hvassur endi til þess að minnka loftmótstöðu.

Af þessum fjórum týpum af diskum eru til þó nokkrar tegundir sem falla á milli flokka eða eru sérstaklega hannaðir fyrir ákveðnar tegundir kasta. Hér má nefna sérstaka aðkomu diska eða hybrid diska sem falla á milli fairway og drivera.

Stöðugleiki

Yfirstabíll

Yfirstabílir diskar hafa tilhneigingu til þess að leita til vinstri ef þeim er kastað flatt með miðlungs hraða. Þeim mun yfirstabílli sem diskur er þeim mun meira vill diskurinn leita til vinstri á meðan diskurinn er á flugi. Yfirstabílir diskar virka einstaklega vel í mótvindi þar sem þumalputta reglan er sú að þeim mun meiri vindur þarf þeim mun yfirstabílari disk. Yfirstabílir diskar hafa fyrirsjáanlegt flug en krefjast mikillar snerpu til þess að fá þá til þess að fljúga beint meiripart flugsins.

Stabíll

Stabílir diskar fljúga þráðbeint þegar þeim er kastað flatt með miðlungs hraða. Stabílir diskar eru mjög fyrirsjáanlegir sem gerir þá ómissandi bæði fyrir byrjendur sem og þá sem eru lengra komnir.

Undirstabíll

Undirstabílir diskar hafa tilhneigingu til þess að leita til hægri í upphafi flugs þegar þeim er kastað flatt með miðlungs hraða. Undirstabílir diskar eru mjög byrjendavænir þar sem þeir hafa þá tilhneigingu að fljúga nokkuð beint þegar þeim er kastað af litlu afli. Undirstabílir diskar eru afar óútreiknanlegir í mótvind og henta frekar í meðvind en þá hegða þeir sér undirstabílir.

Flugtölur

Hraði lýsir loftmótstöðu disksins, því hærri sem hraði disks er þeim betur berst diskur gegn loftsmótstöðunni. Hraði diska bendir einnig á hversu mikla snerpu þarf til að kasta disknum til að fá áætlað flug. Stuðull á bilinu 1 til 15.

Svif lýsir eiginleikum disksins á að haldast á lofti á meðan flugi stendur. Diskar með lágan svifstuðul reiða sig frekar á snerpuna sem sett er í sjálft kastið til þess að haldast á lofti og verða minna fyrir áhrifum af vind. Stuðull á bilinu 1 til 7.

Turn lýsir háhraða stöðugleika disks í upphafi flugs þar sem hraði disks er sem mestur, með öðrum orðum þá gefur turn til kynna hversu mikið diskurinn leitar til hægri í upphafi kasts. Diskur með lágan turn stuðul mun leita mikið til hægri í upphafi flugs áður en hann missir hraða og fellur til vinstri. Turn hefur einnig áhrif á hegðun disks í vindi, hærri stuðull mun berjast gegn mótvindi en lágur stuðull mun hegða sér betur í meðvind. Stuðull á bilinu +1 til -5

Fade lýsir lághraða stöðugleika disks og segir til um hversu mikið diskur leitar til vinstri við lágan hraða. Lághraða stöðugleiki kemur við sögu á loka metrum í flugi disks en á einnig við um hegðun disks þegar honum er kastað með minni snerpu. Diskar með háan Fade stuðul munu leita mikið til vinstri en diskur með stuðulinn 0 mun enda flug sitt nokkurn veginn eftir fluglínu. Diskar með hærri lághraða stöðugleika eru fyrirsjáanlegri í mótvind og berjast vel gegn vindi. Stuðull á bilinu 0 til 5.

Flugtölur geta ekki alltaf verið samanburðarhæfar milli framleiðenda en hver framleiðandi hefur sína eigin uppskrift hvernig flugtölum er úthlutað og því best að bera saman flugtölur á diskum frá sama framleiðandanum. Í grunnin gefa þær glögga mynd af eiginleikum disksins og hægt að nota til að bera saman diska. Sumir framleiðendur hafa farið í aðra átt og búið til eigin kerfi til þess að gefa innsýn inní flug diskana líkt og Prodigy en sjá má nánari umfjöllun um þeirra kerfi hér en það er sérstaklega hannað til einföldunar.

Diskar frá Prodigy hafa uppgefnar flugtölur en einnig gefur heiti disksins einnig til kynna stöðugleika disksins. Heiti diska frá prodigy samanstanda af einum til tveimur bókstöfum sem lýsa hraða disksins og svo heiltölu sem lýsir stöðugleika disksins. Stöðugleikastuðullinn er frá 1 til 7 og lýsir því hversu stabíll flug disksins er, þeim mun hærri sem talan er þeim mun undirstabílari er hann.

logo