Hefur þú áhuga á frisbígolfi og langar að bæta þig? 

Þann 7.maí kl 11:00 verður Snorri Guðröðarson með frisbígolf námskeið á æfingasvæðinu í Grafarholti. 
Farið verður yfir reglur og hugtök sem tengjast íþróttinni ásamt tækni í bakhönd, forhönd og púttum. Eftir námskeiðið ættu allir að vera í góðri stöðu til þess að geta æft réttar og bætt sig til að verða betri spilarar.
Námskeiðið tekur um tvær klukkustundir og kostar 2.500 kr. á mann, skráning fer fram í einkaskilaboðum til Snorra á Facebook. Á staðnum verða diskar frá folfdiskar.is fyrir áhugasama. 
logo